Sæl veri þið.

 

Nú verður þessu að linna, þessum hraðakstri hérna í gegnum þorpin okkar þar sem hámarkshraðinn er 30 km á klst, aka vagnstjórar á 50 km + og er ég búinn að fara nokkrar ferðir með þeim og fylgst með hraða og spurt út í þetta, þeir segja að fyrst má aka á 50 í gegnum Selfoss þ.e. Austurveginn þá sé það í góðu lagi að aka á 50 km hérna á 30 km hámarki en þeir aka á um 70-80 km hraða hérna gegnum þorpin oft á tíðum á þetta stórum bílum og jafnvel sagt að þeir hafi verið hvattir til að tímajafna í gegnum þorpin með auknum hraða, ég hef ekið stórum fólksflutninga bílum í langann þ.m.t. strætó 51 og 52. Barnabörn mín eru mikið hérna á ferðinni og það er alveg fullkomlega nóg fyrir mig að missa eitt barnabarn í sundlauginni á selfossi fyrir vanrækslu eftirlitsaðila þó svo maður þurfi ekki að vera skíthræddur um stálpuð börn okkar hér á milli húsa í friðsælu þorpunum okkar verði fyrir strætó vegna vanhugsaðar tímaáætlunar og veruleikafyrtum bifreiðastjórum,,,nú verður að taka menn af plani og skipuleggja þetta af viti ekki skrifstofustólafólk sem er varla með próf á Yaris hvað þá reynslu af akstri stórra bifreiða, en helling af einhverjum misgáfulegum prófgráðum í einhverju sem er allavega ekki að skila sér í verkefnið sem þau þiggja laun fyrir svona 3 x hærri en bílstjóralaunin eru hjá þeirra bílstjórum eða undir þeirra hatti. Ég hef séð um skólaakstur hérna á svæðinu síðan 2008 á 60 manna bíl á löglegum hraða og gengið fínt. Nú stoppar þessi rússneska rúlleta. Þetta er hreint og klárt lögreglumál og mun ég klárlega vera í sambandi við lögregluna hérna um mun meira aukið eftirlit með þessum akstri.

 

Einn fokvondur þaulvanur hópbifreiðastjóri og hræddur um barnabörnin sín.

 

Birgir Sigurfinnsson. GSM 8981505

 

Ps og ekki reyna að senda einhvern aulapóst um að þetta verði skoðað. heldur póst um að þetta verði lagað. !!!!!

Biggi.

Biggi.

Hamingjuboðskapurinn útbreiddur

börnVettvangsferð nemenda í 3. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri á Selfoss mánudaginn 6. mars sl. Hugmyndin að þessari ferð var sú að nemendur í BES fóru með jákvæð orð í nokkrar stofnanir við ströndina á baráttudegi gegn einelti þann 8. nóv. sl. Okkur langaði alltaf að láta Hamingjukrukkurnar með jákvæðu orðunum flæða upp á Selfoss. Ákváðu nemendur 3. bekkjar ásamt umsjónarkennara að láta verða af því og fóru með rútu á Selfoss. Fórum á bókasafnið, í ráðhúsið, á lögreglustöðina og að skoða sjúkrabílana. Færðum öllum Hamingjukrukkur með jákvæðum orðum til að hafa á kaffistofunni. Tókum síðan strætó heim. Þessi ferð var í alla staði skemmtileg, áhugaverð og fróðleg. Nemendurnir fengu að skoða, prófa og upplifa marga hluti. Við fengum afar góðar móttökur þar sem við komum.

Gunnhildur Gestsdóttir, umsjónarkennari.bo-300x225bobók-300x250born-300x216

Tryggðu sér sigur annað árið í röð!

IMG_0019-300x300Nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri eru sannkallaði lestarhestar því annað árið í röð náðist stórglæsilegur árangur í keppninni Allir lesa. Yngsta stig og miðstig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri tóku þátt í allirlesa.is þriðja árið í röð en stigin voru skráð í opinn flokk, fjöldi 30-50 manns. Í fyrra vann miðstigið en í ár var það yngsta stigið sem vann og miðstigið var í öðru sæti. 7.-10. bekkur tóku líka þátt og var hver bekkur skráður sem lið í opnum flokki fjöldi 10-29 manns. Sjöan – Bes- 2017 var í 8. sæti Nían – Bes var í 9.sæti og Tían – Bes var í 19. sæti.

Hægt var að taka þátt í einstaklingskeppni og voru nokkrir nemendur í 7. – 10. bekk sem skráðu sig í hana. Eini karlkyns lesarinn sem náði inn á topp 10 listann var Símon Gestur Ragnarsson í 10.bekk með 195 klst. Inni á topp 50 listann áttum við því þrjá nemendur því þangað inn náðu líka Sunna M. Kjartansdóttir Lubecki, með 123,8 klst. og Tanja Rut Ragnarsdóttir, með 106,1 klst.

Þess má geta að skólar á Suðurlandi  urðu í fyrstu þremur sætum í opnum flokki 30-50 manns í landsleiknum allirlesa.is

  1. sæti Yngsta stigið í BES – 23.5 klst.
  2. sæti Miðstigið í BES – 20.9 klst.
  3. Sæti Fjölbrautarskóli Suðurlands – 10.2 klst.

 

Hér má sjá frétt um sigurinn á sarpi RÚV, fréttin um BES hefst eftir 2 mínútur og 52 sekúndur:

http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/krakkafrettir/20170302mid1-300x225yngsta2-1-300x225

 

 

Krakkarnir í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri stóðu sig gífurlega vel í landsleiknum Allir lesa.

Krakkarnir í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri stóðu sig gífurlega vel í landsleiknum Allir lesa. Yngsta stigið sigraði í sínum flokki og miðstigið hafnaði í 2. sæti! Þau sendu okkur mynd af lestrarhestunum og þessi skemmtilegu skilaboð:

„Smá dæmi um hve mikil áhrif svona keppni hefur.
Fyrsta árið voru útlán 570 bækur á skólasafninu í janúar og febrúar, í fyrra fengu þau 772 bækur að láni á skólasafninu í janúar og febrúar en núna voru það 1015 bækur yfir sama tíma.
Þannig þið eruð heldur betur að hafa áhrif!
Kærar þakkir fyrir frábæran landsleik
og bestu kveðjur frá ölllum í Barnaskólanum“

Mynd frá Allir lesa.