Jólasýning fimleikadeildar Stokkseyrar verður sunnudaginn 11.des.

bbbbbbJólasýning fimleikadeildar Stokkseyrar verður sunnudaginn 11.des. Tvær sýningar verða í ár sú fyrri kl. 13:00 og sú seinni kl. 14:15. Aðgangseyrir er 500 kr. á fullorðin og frítt fyrir börn. Allur ágóði rennur beint til tækjakaupa deildarinnar. Tökum frá tíma og mætum til að horfa á krakkana sýna það sem þau hafa verið að æfa að undanförnu. Jólakveðja, Stjórnin.

 

 

Aðventuhátíð í Stokkseyrarkirkju.

imagesAðventuhátíð í Stokkseyrarkirkju sunnudaginn 11.des. kl,17:00

Börn syngja jólalög.

Kór Stokkseyrar-og Eyrarbakkakirkna syngja.

Sr. Kristján Björnsson flytur aðventu- og jólahugvekju.

Á morgun er fánadagur 1. desember Fullveldisdagurinn

Íslenski-fáninn

Þann 1. desember 1918 tóku í gildi lög, þar sem meðal annars kom fram viðurkenning Danmerkur á því að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki. Þetta er einnig dagurinn sem þjóðfáninn, eins og við þekkjum hann í dag, var dreginn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni.

Framan af var þessi dagur notaður til hátíðarhalda, en eins og glöggir skilja, þá er sjaldnast veður til á þessum árstíma. Frá 1944, þegar Ísland fékk lýðveldi, hefur verið haldið upp á fánann og frelsið þann 17. júní. Enda mun skemmtilegra að ganga um með blöðrur og sjúga risa-snuð um mitt sumar en í skammdeginu.

1. desember er einn af opinberum fánadögum Íslands og að mörgu leiti einn sá merkilegasti á árinu … þar sem mætti kalla þetta afmælisdag hans.

Látum ekki veðrið stoppa okkur á morgun. Skundum út að stöng og drögum fánann að hún. Gleðilegan fánadag.

 

Kirkjugarðsljós Stokkseyri

flugeldasýning 012Verðum í kirkjugarðinum og aðstoðum við að setja ljós á leiðin.

Helgina 26 og 27 Nóv frá 10.00 til 15.00

Og helgina 3 og 4 des frá 10.00 til 15.00

Verð kr 2.000 á kross.

Kr 4.000 fyrir tvo Krossa.

Kr 5.000 fyrir þrjá Krossa.

Verðum með posa

Nánari uppl í síma 893-4933 Stefán

Björgunarfélag Árborgar