Stokkseyri vann grannaslaginn

Júlí Heiðar Halldórsson skoraði eitt af mörkum Stokkseyringa. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Júlí Heiðar Halldórsson skoraði eitt af mörkum Stokkseyringa. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyri vann óvæntan sigur á Árborg í A-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á Stokkseyri í kvöld. Þetta var fyrsta tap Árborgara í sumar.

Leikurinn var jafn framan af og bæði lið fengu sín færi. Árborgarar hertu tökin þegar leið á fyrri hálfleikinn og Arnar Freyr Óskarsson kom þeim yfir með glæsilegu marki á 26. mínútu.

Þrátt fyrir yfirburði Árborgara lögðu Stokkseyringar ekki árar í bát og nýttu uppbótartímann til þess að skora tvö mörk. Fyrst skoraði Þórhallur Aron Másson eftir sendingu Júlí Heiðars Halldórssonar, og tveimur mínútum síðar skoraði Júlí Heiðar eftir aukaspyrnu Örvars Hugasonar.

Óvæntur viðsnúningur á skömmum tíma og Stokkseyri leiddi 2-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var jafnari og liðin skiptust á að sækja á rennblautum vellinum, með litlum árangri. Á 61. mínútu fór boltinn í höndina á varnarmanni Stokkseyrar og Árborgarar fengu vítaspyrnu.

Tómas Kjartansson fór á punktinn en Eyþór Atli Finnsson varði glæsilega frá honum. Tómas náði hins vegar frákastinu og skoraði af öryggi, 2-2. Skömmu síðar átti Daníel Ingi Birgisson skot í þverslána á marki Stokkseyrar.

Sigurmark Stokkseyringa kom á 76. mínútu og það skoraði Örvar Hugason eftir snyrtilegt spil í gegnum sofandi Árborgarvörnina. Heimamenn lögðu allt í sölurnar á lokakaflanum til þess að landa sigri, vörðust vel og hentu sér á alla lausa bolta.

Þetta var fyrsta tap Árborgar í 4. deildinni í sumar, og þriðji sigur Stokkseyringa. Árborg heldur samt toppsætinu í riðlinum, með 19 stig á meðan Stokkseyri er með 11 stig í 4. sæti.

 

Opinn Yoga og Hugleiðsludagur í Móðurhofi Laugardaginn 23.júlí 2016 – frítt á alla viðburði –

fjaran unnur arndisarMóðurhof,  Heilunar- og Yogastöð Unnar Arndísar á Stokkseyri , býður uppá Opinn Yoga- og Hugleiðsludag Laugardaginn 23.júlí nk. Frítt verður á alla viðburði og hægt verður að kynna sér starfssemina og námskeiðin sem framundan eru í Móðurhofi.

Tímarnir sem í boði verða Laugardaginn 23.júlí:

Hugleiðsla og slökun kl 10.00-11.00
Kynning á starfsemi Móðurhofs kl 11.00
Hugleiðsla á hreyfingu kl 13.00-14.00
Slökunarjóga kl 15.00-16.15

Mikilvægt er að skrá sig á viðburðina – því plássið er ekki mikið í Móðurhofi.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Unni Arndísar í síma 696-5867 eða á uni@uni.is

Nánari upplýsingar má einnig nálgast á www.uni.is eða á Facebooksíðu Móðurhofs: https://www.facebook.com/modurhof/

Í Móðurhofi er boðið uppá Yoga, Hugleiðslur, Spálestra, Tónaheilun og Gyðjuathafnir.
Ný námskeið hefjast í Ágúst.

Ný sending af Gyðjustyttum frá Arndísi Sveinu og töfrahlutir Reynis Katrínar verða til sölu.Unnur Arndísar 1

Bænastund í Stokkseyrarkirkju

 

imagesBændastund verður haldin í Stokkseyrarkirkju þriðjudagskvöld kl. 20:00 vegna andláts Hjalta Jakobs Ingasonar.

 

Guðbjörg Arnardóttir

Sóknarprestur Selfossprestkallsimages