Stokkseyri

10476578_680723858649922_1335207536345453215_o-1000x750Stokkseyri er lítið þorp við suðurströndina sem er þekkt fyrir fuglalíf og stórbrotna og fagra fjöru þar sem skiptast á skeljasandur, sker, flúðir og lón. Öflugt lista- og menningarlíf er á svæðinu, þar sem vinnustofur, sýningarsalir og söfn leynast víða, auk handverks af ýmsu tagi. Dæmi um söfn eru Veiðisafnið, Draugasetrið, Orgelsmiðjan, Álfa,- trölla- og norðurljósasetrið.

Kaffihúsið Kaffi Gott er fallegt kaffihús sem er með gæðakaffi og dásamlegar heimabakaðar kræsingar svo er einnig verslunin Skálinn en þar er hægt að versla eldsneyti og helstu nauðsynjavörur auk veitinga. Sundlaug Stokkseyrar er lítil og notaleg laug þar sem eru 2 heitir pottar og vaðlaug fyrir börnin, auk rennibrautar. Laugin er opin alla daga yfir sumar tímann. Ýmis önnur afþreying er í þorpinu, til dæmis eru skemmtilegar gönguleiðir víða, Kajakferðir eru í boði

stokkseyri4

Vor í Árborg, sem haldin er í maí og Bryggjuhátíð í lok júlí. Einnig eru fleiri hátíðir í nágrenninu sem stutt er að skjótast á yfir daginn.við Löngudæl, hægt er að veiða í Hraunsá, Bakkahestar eru með hestaferðir, Hólaborg býður uppá ýmsar skemmtilegar afþreyingar og svo er auðvelt að komast í tengsl við dýralíf þar sem víða eru hestar á beit, kindur og jafnvel kýr.
Árlega eru haldnar hátíðir á Stokkseyri, má þar nefna lista- og menningarhátíðina

Tjaldsvæðið á Stokkseyri er mikið endurbætt svæði þar sem salernisaðstaða hefur fengið yfirhalningu og sett hefur verið upp losunaraðstaða fyrir húsbíla.

Sturtur og þvottavél, stórt útigrill sem hentar vel fyrir hópa eru á svæðinu og nóg af rafmagnstenglum. Leikvöllur er fyrir börnin. Göngustígur liggur frá tjaldsvæðinu beint inn
í miðbæ Stokkseyrar. Strætó gengur milli Eyrarbakka, Selfoss og Stokkseyrar alla virka daga svo stutt er í aðra afþreyingu á svæðunum í kring.
ATH! Ekki er tekið við greiðslukortum.

Heimilisfang: Sólvellir, 825 Stokkseyri
Sími: 896-2144
Heimasíða: www.facebook.com/tjaldastokkseyri og www.stokkseyri.is
Netfang: tjalda38@hotmail.com
Opnunartími: 1. maí–1. október
Fjarlægð frá Reykjavík / Seyðisfirði: 64 km / 619 km

 

Sundlaug Stokkseyrar

 

 

Afgreiðslutími
Vetraropnun: miðjan ágúst- 31. maí  
mánud.-föstud.       16:30- 20:30
laugard.    10:00- 15:00
sunnud. lokuð

Sumaropnun:       1. júní –   miðjan ágúst
mánud.-föstud.       13:00- 21:00
laugard.-sunnud.    10:00- 17:00

 

Verð
Gildir frá 1. janúar 2016

Fullorðnir (18-66 ára):
Einstakt skipti 900 kr.
10 skipta kort 3.800 kr.
30 skipta kort 7.900 kr.
Árskort 27.500 kr.

það er frítt fyrir öll börn að 18 ára aldri sem eru búsett í Árborg

Börn (10 – 18 ára, búsett utan Árborgar)

Stakt skipti:  150 kr
10 skipti:  1.200 kr
30 skipti:  3.400 kr

Leiga sundfata 700 kr.
Leiga handklæða 700 kr.
Tilboð leiga handkl/sundföt/sund 1.500 kr.

67 ára og eldri fá frían aðgang,sýna skilríki.
Öryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti

Sundl. Stokkseyrar Custom

Sundlaug stokkseyrar 2015 Custom

 

StokkseyriStokkseyriStokkseyri

 

 

Sundlaug Stokkseyrar er vinaleg sveitalaug í hjarta Stokkseyrar. Laugin samanstendur af 18 metra útilaug með rennibraut, vaðlaug og tveim heitum pottum. Rúmgóðir karla- og kvennabúningsklefar eru í sundlaugarbyggingunni. Frá sundlauginni er stutt í veitingastaði, söfn, listagallerý, kajak og fjöruna en Stokkseyri stendur alveg við suðurströndina.

Sundlaug Stokkseyrar er kærkominn áfangastaður í Árborg sem engin sér eftir að hafa heimsótt enda ekki á hverjum stað sem sundlaugargestir geta átt von á því að fá heitt kaffi eða djús í pottinn.

 

Orgelsmiðurinn á Stokkseyri

Björgvin Tómasson er eini orgelsmiðurinn á landinu, sonurinn tekur síðar við keflinu

Júlíus sonur minn tekur svo við verkstæðinu eftir 15 ár,“ segir Björgvin Tómasson orgelsmiður, sá eini á landinu. Sonurinn fussar og sakar föður sinn um að lengja tímann í hvert skipti sem þetta efni ber á góma.

26018_bjorgvin_tomasson_orgelsmidur-6
Myndir | Rut

Starfsemi Björgvins á Íslandi spannar heil 30 ár, lengst af á Blikastöðum í Mosfellsbæ, en frá árinu 2005 hefur verkstæðið verið í gamla frystihúsinu á Stokkseyri, alveg við fjöruborðið. Í samstarfi Björgvins við smiðinn Jóhann Hall Jónsson hanna þeir og smíða pípuorgel í kirkjur landsins ásamt því að viðhalda þeim sem fyrir eru. Verkin, eða Ópusarnir, eru komin á fjórða tug og dreifð víða um land.

Júlíus, sonur Björgvins, vinnur þétt við hlið föður síns og býr sig undir að taka við keflinu seinna meir og halda þannig þessari sérstæðu þekkingu í landinu. Björgvin var áður tónlistarkennari og spilar gjarnan á orgelin sem prýða sýningarsal verkstæðisins og það þarf ekki að suða lengi í honum til að fá hann til að snúa í lírukassa og syngja með þýskum slögurum sem spilast af gatarúllum.

Erlingsson ehf á Stokkseyri

Góður gangur hefur verið hjá trésmíða fyrirtækinu Erlingsson ehf .

Nýlega var lokið við að reisa íbúðarhús við Ólafsvelli á Stokkseyri í beinu framhaldi var byrjað að reisa aðstöðuhús fyrir ferðaþjónustu fyrirtæki í Borgarfirði, verður húsið afhent fullbúið og tilbúið til flutnings.

Verkefnastaða er góð og allir brosa breitt.

Aðstöðuhús í smíðum

Aðstöðuhús í smíðum