Stórsigur Stokkseyringa.

Stokkseyri vann 9-0 sigur á heimavelli þegar liði mætti Afríku í 4. deildinni í kvöld. Á sama tíma tapaði Ægir á heimavelli gegn ÍR í 2. deildinni.

Stokkseyri hafði mikla yfirburði gegn Afríku og leiddi 6-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur var rólegri en Stokkseyringar bættu þremur mörkum við.

Eyþór Gunnarsson var á skotskónum í kvöld og skoraði fjögur mörk, Örvar Hugason skoraði tvö mörk, Þórhallur Aron Másson og Erling Ævarr Gunnarsson skoruðu báðir eitt mark, og það gerði líka markvörðurinn Eyþór Atli Finnson sem gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr útsparki.

Eyþór Atli Finnsson, markvörður Stokkseyrar, skoraði úr útsparki. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Eyþór Atli Finnsson, markvörður Stokkseyrar, skoraði úr útsparki. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Grænfáninn afhentur leikskólanum Brimveri/Æskukoti á Degi jarðar

1406_brimver1_thumbs_medium250_0Á Degi jarðar, sem haldinn var 22. apríl sl., fékk leikskólinn Brimver/Æskukot Grænfánann afhentan. Var það gert við hátíðlega athöfn í Barnaskólanum á Stokkseyri. Eftir afhendingu fóru nemendur í Brimveri og Æskukoti með fána sem dregnir voru að húni í vorsól og blíðu. Þetta var ánægjuleg stund og ákveðin viðurkenning á því starfi sem unnið hefur verið á skólaárinu. Því markmiði er náð að flagga Grænfánanum í fyrsta sinn á báðum starfsstöðvum, í Brimveri í fyrsta sinn og í þriðja sinn í Æskukoti.
„Við viljum þakka öllum sem hafa stutt við verkefnið og sýnt því áhuga. Við höfum átt mjög gott samstarf við starfsfólk í BES og erum þakklát fyrir það. Umhverfisnefnd skólans hefur unnið vel með verkefnastjóra verkefnisins Hjördísi Heiðu Másdóttur. Umhverfissáttmáli skólans var uppfærður með umhverfisnefnd og verður settur inn í skólanámskrá leikskólans. Á Degi jarðar fögnuðum við. Það hefur verið gaman og gjöfult fyrir skólastarfið að vinna að þessu verkefni. Nú verður stefnan sett á ný markmið og ævintýri,“ segir Sigríður Birna Birgisdóttir leikskólastjóri.

Til hamingju með afmælið, Þjóðfáninn er 101 árs í dag

Íslenski-fáninn19. júní 1915 staðfesti Kistján X danakonungur með konungsúrskurði hvernig fáni Íslands ætti að líta út. Þessi fyrsta textalýsing þjófánans var samin af fánanefndinni (Guðmundur Björnsson, Jón J. Aðils, Matthías Þórðarson, Ólafur Björnsson og Þórarinn B. Þorláksson) og hefur staðið að mestu óhreyfð síðan.

Þjóðfáni Íslands skal vera heiðblár (ultramarine-blár) með hvítum krossi og hárauðum krossi innan í hvíta krossinum. Armar krossanna skulu ná alveg út í jaðra fánans á alla 4 vegu. Breidd krossmarksins alls skal vera 2/9 af breidd fánans. Reitirnir við stöngina skulu vera rétthyrndir ferhyrn­ingar og allar hliðar þeirra jafnstórar; ytri reitirnir skulu vera jafnbreiðir stangarreitunum, en helmingi lengri. Hlutfallið milli breiddar fánans og lengdar hans verður sem 18:25.

Þessi dagur fyrir 101 ári síðan er enn merkilegri fyrir það, að við sama tækifæri samþykkti konungurinn að konur fengju kosningarétt. Þrátt fyrir þetta er 19. júní ekki formlegur fánadagur, skilgreindur með lögum … ennþá. Þangað til er það undir okkur komið að draga fánann að hún og fagna sjálf.

Til hamingju með afmælið fíni fáni … vonandi flagga sem flestir fyrir þig í dag.

Barnabær 2016 sló í gegn á Stokkseyri.

Útvarp Barnabær.

Útvarp Barnabær.

Nemendur og starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri héldu hinn árlega Barnabæ hátíðlega föstudaginn 3. júní sl. eins og fyrri ár. Mikil undirbúningsvinna fór fram dagana 30. maí til 2. júní þar sem nemendur 1.–10. bekkjar unnu ásamt starfsmönnum að sérstökum verkefnum sem voru svo tilbúin Barnabæjardaginn sjálfan. Sérstakir gestir voru elstu nemendur leikskólanna Brimvers og Æskukots og einnig tók foreldrafélag skólans þátt.

Mikill fjöldi gesta heimsótti skólann á Barnabæjardaginn þar sem hægt var að kaupa baðsölt, matvörur, skartgripi fara í andlitsmálningu, hlusta á útvarp Barnabæ, fá sé kaffi og kökur, fara í allskyns þrautir og sjá stuttmynd gerða af nemendum í BíÓ BES svo fátt eitt sé nefnt. Stemningin var einstök og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur. Lifi Barnabær!