Zoom In Zoom Out

Vefsíða
Tölvupóstur

Árið 2017 kynntist ég, Pétur Már Guðmundsson, bandarísku kjarnakonunni Margaret Wilsson. Hún hefur skrifað um Stokkseyri útfrá konunum sem bjuggu hérna aðallega Þórdísi Markúsdóttur og Þuríði Einarsdóttur formann. Í samtali við Margaret fæddist þessi hugmynd um vefsíðu tileinkaðri Stokkseyri. Koma þeirri ríku sögu sem er að finna á Stokkseyri til skila á netinu sem og starfseminni. Hún benti mér á kortið sem var gefið út í bækling árið 2015 og teiknað af þeim Ómari Smára Kristinssyni og Ninu Ivanovu. Ég er þeim Ómari Smára og Ninu innilega þakklátur að fyrir leyfa mér að notast við teikninguna.

Fjölmargir hér á Stokkseyri hafa svo aðstoðað mig við verkefnið og fyrir það er ég líka afar þakklátur. Áhugi fólks á Stokkseyri hefur verið mikill. Fólki hér er annt um plássið og að koma því betur á kortið svo að segja.

Það sem hefur verið ofarlega í huga mér við gerð síðunnar er að hún geti virkað jafnt til kynningar sem og fræðslu. Öll þessi saga sem hér er að finna á ríkt erindi við samtíman og það er nauðsynlegt að koma þeim arfi til skila, til ungra sem aldinna hvaðan sem þau eiga uppruna sinn.

Pétur Már Guðmundsson sá um texta- og myndavinnslu.

Hönnun og uppsetning var í færum höndum Brian Suda.

Verkefnið fékk styrk í Uppbyggingarsjóði SASS

Fyrir frekari upplýsingar eða spurningar vinsamlegast hafið samband.

pieturmar@gmail.com / s: 8988776