Besta barnabókin

Börn í Árborg á aldrinum 6 til 14
ára völdu Bestu barnabókina 2005
Valið fór fram á öllum Almenningsbókasöfnum í Árborg og skólasöfnum.

hér koma niðurstöðurnar:

1. 100% Nylon
2. Brennan
3. Kafteinn ofurbrók og brjálaða brókarskassið
4. Einhyrningurinn minn – hátt á loft
5. Öðruvísi fjölskylda
6. Lóla Rós
7. Galdrastelpur – hliðin tólf
8. Fíasól
9. Birta – draugasaga
10. Hjarta salamöndrunnar

Dýrin flytja

Nú eru dýrin að flytja eitt af öðru í Töfragarðinn, en hænurnar fluttu í sinn nýja og stórglæsilega hænsnakofa í dag,

Kanínurnar fluttu einnig í garðinn í dag.

Dúfurnar sem munu leigja efri hæðina á hænsnakofanum eru byrjaðar að pakka og flytja mjög fljótlega þangað líka.

Töfragarðurinn opnar þann 20. maí kl 10:00

Fimm ára gömul verksmiðja rifin?

Kjötmjölsverksmiðjan í Hraungerðishreppi hætti í gær móttöku á sláturúrgangi og verður slökkt á henni í dag þegar úrvinnslu er lokið. Að sögn framkvæmdastjóra verður verksmiðjan seld til niðurrifs á næstu mánuðum, en verksmiðjan tók til starfa fyrir aðeins fimm árum, eða árið 2000.

Rekstrargrundvöllur verksmiðjunnar brast endanlega þegar sala á áburði, sem var framleiddur úr slátur- og kjötúrgangi, var bönnuð eftir að riða kom upp í Ölfusi fyrir tveimur árum.

heimild: www. mbl.is

Menning og mannlíf við ströndina

Líkt og undanfarin ár standa Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Sagnfræðingafélag Íslands fyrir ráðstefnu á vormánuðum utan höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við heimamenn. Markmið slíkra ráðstefna er m.a. að styrkja staðbundnar rannsóknir og miðlun á sviði sagnfræði, þjóðfræði og annara hug- og félagsvísinda, annars vegar með því að vekja áhuga fræðimanna í Reykjavík á einstökum svæðum og hins vegar með því að efla áhuga heimamanna á eigin sögu og menningu. Að þessu sinni urðu Stokkseyri og Eyrarbakki fyrir valinu og eru strandbyggðir suðurlands og lágsveitir Árnessýslu þar í brennidepli. Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 22. maí og fer að mestu fram í húsakynnum Draugasetursins á Stokkseyri. Dagskrá hefst kl. 9:30 með opnunarfyrirlestri Valdimars Hafstein þjóðfræðings sem reifar hugmyndafræði menningararfs í alþjóðlegu samhengi. Í kjölfarið fylgja 10 fyrirlestrar sem allir tengjast sögu og menningu svæðisins á einhvern hátt og verður þar komið víða við. Að fyrirlestum loknum liggur leiðin á Eyrarbakka þar sem forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga tekur á móti ráðstefnugestum í Húsinu og kynnir safnið og sögu staðarins. Dagskránni lýkur að venju með hátíðarkvöldverði í húsakynnum Draugasetursins þar sem veitingamenn Rauða hússins á Eyrarbakka munu bera fram saltfiskveislu þar sem lögð er áhersla á fjölbreytilega framsetningu. Kvöldmaturinn kostar 2500 krónur en í því er einnig innifalin léttur hádegisverður. Bjarni Harðarson blaðamaður og þjóðfræðinemi mun flytja tölu undir borðum. Að kvöldverði loknum gefst gestum kostur á að skoða sýningu Draugasetursins og kostar það 1000 krónur fyrir ráðastefnugesti. Boðið verður upp á rútuferð á ráðstefnuna frá Reykjavík og kostar hún 1000 kr. Lagt verður af stað frá Nýja Garði stundvíslega kl. 8:30 og áætluð heimkoma að loknum hátíðarkvöldverði rétt upp úr miðnætti. Aðgangur að ráðstefnunni sjálfri er ókeypis og öllum heimill en þeir sem hyggjast taka þátt í hátíðarkvöldverði eru beðnir um að skrá sig hjá Davíð Ólafssyni (8456573/davidol@akademia.is) eða Guðna Th. Jóhannessyni (gudnith@hi.is).

DAGSKRÁ:

8:30 Lagt af stað frá Nýja Garði

9:30-10:10 Valdimar Tr. Hafstein. Menningararfur, margbreytileiki og alþjóðapólitík. Um arfð, erfðir og UNESCO.

10:10-10:40 Helgi Ívarsson. Stokkseyri og saga hennar.

10:40-11:00 Kaffihlé.

11:00-11:30 Árni Daníel Júlíusson. „Skóli fyrir ráðlitla fátæklinga“. Hugmyndafræði stofnenda barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.

11:30-12:00 Páll Lýðsson. Sagnfræðingar og fræðimenn við ströndina.

12:00-12:30 Davíð Ólafsson. Skrifaðar bækur Jóns í Simbakoti.

12:30-13:20 Kaffihlé.

13:20-13:50 Ingibjörg Ólafsdóttir. Niðursetningar og þurfamenn í lágsveitum Árnessýslu á 19. öld.

13:50-14:20 Helgi Skúli Kjartansson. Vetrarvertíðin, orsök og afleiðingar.

14:20-14:50 Svavar Sigmundsson. Staðanöfnin í Árnessýslu.

14:50-15:10 Kaffihlé.

15:10-15:40 Erlingur Brynjólfsson. Flóaáveitan og saga hennar. Aðstæður, aðdragandi og árangur.

15:40-16:10 Sigríður H. Jörundsdóttir. Sauðaþjófar eða svangir menn? Sakamenn í Árnessýslu 1755-1759.

16:10-16:40 Arna Björg Bjarnadóttir. Samfélag við Sog.

17:00-18:30 Móttaka í Byggðasafni Árnesinga.

19:00-23:00 Hátíðarkvöldverður.

20:30-21:30 Draugasýningin skoðuð.

23:30 Rúta til Reykjavíkur.

heimild; www.akademia.is