170 ára afmæli Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES) er elsti starfandi grunnskóli landsins. Haustið 2022 fagnaði skólinn hvorki meira né minna en 170 ára starfsafmæli sínu. Af því tilefni var blásið til veislu og meðal gesta var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Hér má sjá nokkrar myndir frá þeim skemmtilega viðburði.