Snjóþungt með afbrigðum


Föstudagurinn 16. desember var nokkuð fallegur vetrardagur. Veturinn verið snjóléttur fram að því. Jafnvel alveg snjólaus. Þennan dag var svo tilkynnt að það ætti að snjóa um helgina og jafnvel bara snjóa ansi mikið. Miðað við vetrarríkið sem blasti hins vegar við á laugardeginum 17. desember mátti vera alveg ljóst að þetta hafði ekki verið neitt venjuleg snjókoma. Allt var á kafi í snjó og enn geisaði stórhríð sem átti eftir að standa næstu tvo daga. Hélst snjórinn vel framá nýárið og var mjög snjóþungt yfir jólin.