Byssusýning á Veiðisafninu


Byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri í ár var í samvinnu við verslunina VEIÐIHORNIÐ og SKOTGRUND – Skotfélag Snæfellsness – og haldin laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. mars 2023 kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 á Stokkseyri. Félagsmenn úr SKOTGRUND – Skotfélag Snæfellsness – voru með fjölbreitt úrval skotvopna til sýnis ásamt kynningu á starfsemi skotfélagsins. Kenndi þar margra grasa og var úrval skotvopna til sýnis, þ.á.m. haglabyssur, rifflar, skammbyssur og herrifflar, ásamt ýmsu tengdu skotveiðum, m.a úr einkasöfnum.