Hvað merkir skírdagur?

Fimmtudagur fyrir páska nefnist skírdagur. Orðið ‘skír’ merkir ‘hreinn, óblandaður; skær, bjartur; saklaus’ og vísar nafnið þannig til þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna. Sögnin skíra merkir að hreinsa og hin upphaflega merking þess að barn sé skírt er þess vegna hreinsun.Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir meðal annars þetta um daginn:

Þá er minnst heilagrar kvöldmáltíðar og þess að Kristur þvoði fætur lærisveina sinna. Þennan dag var altari þvegið og olía vígð í katólskum sið, og varð hann fljótt aflausnardagur syndara. Að slíkri hreinsun lýtur skírdagsheitið, sem til er í elstu norrænum textum og á sér hliðstæðu í gamalli ensku. (646)

Fyrr á öldum þvoðu sumir kristnir þjóðhöfðingar, eins og til dæmis Elísabet 1. Englandsdrottning og keisarar Austurríkis, fætur þjóna sinna á skírdag. Eitt heiti dagsins á latínu er dies pedilavii sem merkir ‘fótþvottadagur’. Nafnið skírdagur kemur fyrir í handriti frá 1200. Annað heiti á deginum frá miðöldum er skíriþórsdagur en það er miklu sjaldgæfara. Líklegt er að það sé upprunnið á þeim tíma er fimmtudagurinn hét þórsdagur og sé þannig hliðstætt orðinu ‘skærtorsdag’ í dönsku og norsku og ‘skärtorsdag’ í sænsku.

Jesús þvær fætur Péturs. Mynd eftir málarann Ford Maddox Brown (1821-1893).

Frá 18. og 19. öld eru til heimildir um sérstakan grjónagraut þennan dag, svonefndan skírdagsgraut. Samkvæmt einni heimild þótti grauturinn auka nokkuð vindgang. Þjóðháttafræðingurinn Jónas frá Hrafnagili, sem var uppi á 19. öld, segir þetta um grautinn:

Á skírdag var vant að skammta rauðseyddan, hnausþykkan mjólkurgraut að morgninum áður en menn fóru af stað til kirkjunnar. Þessi siður hélzt fram yfir miðja 19. öld, að minnsta kosti víða; hefir ein gömul kona sagt mér að ekki hafi alténd þótt þefgott í kirkjunni þann dag, – grauturinn þótti auka vind. (Saga daganna, 652)

Fullbúið frá smíðaverkstæði að húsgrunni

Í lok nóvember á síðasta ári fengum við hjá Sumarhúsinu og garðinum að fylgjast með flutningi nýsmíðaðs sumarhúss frá smíðaverkstæði á Stokkseyri á húsgrunn í landi Keldudals í Mýrdalshreppi. Slíkur flutningur er mikið vandaverk og kostar sitt. En húsasmíðameistarinn Valdimar Erlingsson segir að þegar allt er reiknað saman þá borgi það sig í langflestum tilvikum að smíða sumarhús við verkstæðið og flytja þaðan fullsmíðað í sveitina.
„Ef unnið er í nánd við smíðaverkstæði er stutt í vélarnar og öll tækin og tólin,“ segir Valdimar en hann á og rekur smíðaverkstæðið Erlingsson ehf á Stokkseyri. Þar smíðar hann sumarhús sem eru flutt fullbúin um land allt. „Ég myndi segja að í langflestum tilfellum borgi það sig.“

Valdimar Erlingsson

Valdimar Erlingsson

MATAR- OG HÚSNÆÐISKOSTNAÐUR Sem dæmi tekur Valdimar smíði á 100 fermetra húsi fjarri verkstæðinu. Smíði hússins og efniskostnaður væru um 22 milljónir. „Smíðin gæti tekið 2,5-3 mánuði fyrir 3-4 smiði ef allt efnið kæmi á staðinn án þess að einhver bið sé á en það er sjaldnast þannig, þegar maður vinnur úti í sveit, að efnið sem maður biður um úr byggingavöruverslun komi með fyrstu ferð. Svo er efnið oft síðra sem fæst sent en þegar maður mætir á staðinn og velur það sjálfur,“ útskýrir hann. „Þegar við smíðum á verkstæðinu okkar á Stokkseyri sækjum við aðföngin sjálfir á Selfoss en þar hafa þeir í Byko reynst mér vel og ég versla að mestu þar.“ Fyrir svona langt úthald reiknast Valdimari að um 2,2 milljónir í kostnað vegna fæðis og húsnæðis leggist ofan á smíðakostnaðinn. „Gistinóttin er á um 15.000 krónur á mann og fyrir fjóra er sólarhringurinn þá 60.000 krónur. Ofan á gistikostnaðinn bætist við fæðiskostnaður fyrir mannskapinn og aksturinn til og frá heimili sem oft er drjúgur og kostnaðarsamur,” segir Valdimar. „Þannig að flutningur sem kostar rúma hálfa til eina milljón í nágrenni Selfoss margborgar sig.“
MEIRI AFKÖST Á VERKSTÆÐINU Vinnutíminn á smíðaverkstæði Erlingsson ehf er frá 8-18 frá mánudegi til fimmtudags og á föstudögum er hætt klukkan fjögur. „Við tökum klukkutíma í mat og svo eru tvær kaffipásur. Þegar unnið er heima við geta menn skotist heim í hádegismat og njóta svo samveru með fjölskyldunni eftir vinnu,“ segir Valdimar. „Tíminn nýtist betur og afköstin eru meiri því menn eru óþreyttari en í úthaldsvinnu því þá er vinnudagurinn yfirleitt lengri. Á 4.-5. degi í úthaldi er farið að draga verulega af mannskapnum og langt úthald getur gert þá býsna dapra. Þegar menn eru milli tvítugs og þrítugs er rosalega gaman að fara út á land að vinna og það getur skapast góð stemmning í vinnuhópnum. En þegar menn eru komir yfir fimmtugt langar okkur ekki neitt að fara, langar bara að vera heima með fjölskyldunni.“
FLUTNINGUR ER VANDAVERK Flutningur á stóru húsi í lögreglufylgd að næturlagi getur verið ævintýraleg. Það er aðdáunarvert að fylgjast með þegar þaulreyndir flutningamenn takast á við hindranir þegar aðeins er spurning um sentímetra að húsið rekist undir rafmagnslínur, í umferðaskilti eða ljósastaura á einbreiðum brúm. Út af rafmagnslínum og þrenginum þá þarf stundum að taka á sig krók þegar verið er að flytja hús milli staða. Raflínurnar skiptast í sveitalínur og byggðalínur og flutningsmenn og lögregla eru í góðu sambandi við RARIK og heimamenn því oft munar litlu að raflínurnar rofni ef húsið sem verið er að flytja er í hærra lagi. Stundum dugar að lyfta línunni meðan ekið er undir hana en þegar það dugir ekki til þarf að rjúfa línuna. Það var raunin þegar þessum bústað var ekið
undir raflínu samhliða þjóðveginum norðan við Pétursey en hún náði ekki nema 7 metra hæð. Straumurinn var rofinn rétt á meðan ekið var með húsið undir og tengdur á ný. Skammt þar hjá var einbreið brú yfir sprænu á leiðinni að Keldudal sem var of mjó og veikburða fyrir kranabílinn þannig bílstjórinn lagði löturhægt út af veginum til hliðar við brúna og ók yfir ána.

Húsið var við hífingu 22 tonn.

Húsið var við hífingu 22 tonn.

Það er sannarlega margs að gæta þegar ekið er með hús sem er 12 metra langt, 8 m breitt (9 m með þakskegginu) og hæstu hæð 8 m. Maður getur ekki annað en dáðst að snilldarhæfileikum bílstjóranna og annarra sem að slíkum flutningum koma, þeir geta gert alveg ótrúlega hluti. n
Í lok nóvember á síðasta ári fengum við hjá Sumarhúsinu og garðinum að fylgjast með flutningi nýsmíðaðs sumarhúss frá smíðaverkstæði á Stokkseyri á húsgrunn í landi Keldudals í Mýrdalshreppi.

Prins­essupeysa úr Fló­an­um

Mar­grét Jóns­dótt­ir, til vinstri, og Ragn­hild­ur Jóns­dótt­ir. Peys­an sem Mar­grét er í er mjög áþekk þeirri sem norska krón­prins­ess­an fékk að gjöf í vik­unni í op­in­berri heim­sókn for­seta Íslands til Nor­egs. Ljós­mynd/Fann­dís Huld Valdi­mars­dótt­ir

Mar­grét Jóns­dótt­ir, til vinstri, og Ragn­hild­ur Jóns­dótt­ir. Peys­an sem Mar­grét er í er mjög áþekk þeirri sem norska krón­prins­ess­an fékk að gjöf í vik­unni í op­in­berri heim­sókn for­seta Íslands til Nor­egs. Ljós­mynd/Fann­dís Huld Valdi­mars­dótt­ir

Meðal góðra gjafa sem Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, af­henti norsku kon­ungs­fjöl­skyld­unni í op­in­berri heim­sókn sinni til Nor­egs fyrr í vik­unni var prjónuð lopa­peysa til handa Mette-Ma­rit krón­prins­essu.

Flík­in er með fal­legu rósam­ynstri og er hönn­un Mar­grét­ar Jóns­dótt­ir á bæn­um Syðra-Velli í Flóa. Ragn­hild­ur Jóns­dótt­ir á Stokks­eyri hafði það hlut­verk að prjóna eft­ir upp­skrift­inni, en sjálf gekk Mar­grét frá peys­unni, prjónaði lista fram­an á og setti renni­lás.

Geislandi alþýðustúlka

„Það var núna í byrj­un mánaðar­ins sem haft var sam­band við mig frá skrif­stofu for­seta Íslands og fal­ast eft­ir fal­legri gjöf til Mette-Ma­rit. Ég á nokk­urn lag­er af peys­um og fann til tólf slík­ar til kynn­ing­ar. Rósam­ynst­ur­speys­an þótti hæfa best. Já, ég hef lengi fylgst með Mette-Ma­rit, sem var alþýðustúlka í Ósló en varð prins­essa. Hún er geislandi og geðug,“ seg­ir Mar­grét Jóns­dótt­ir, sem hannaði og prjónaði sína fyrstu peysu með rósam­ynstri fyr­ir átján árum. Þá flík fékk dótt­ir henn­ar, Ing­veld­ur Þor­steins­dótt­ir, og peys­urn­ar eru orðnar marg­ar síðan. Mar­grét prjón­ar alltaf eitt­hvað sjálf en sinn­ir nú einkum hönn­un og hef­ur falið Ragn­hildi á Stokks­eyri prjóna­skap­inn sjálf­an.

lPrins­ess­an Mette-Ma­rit og El­iza Reid for­setafrú stinga sam­an nefj­um í einni af mót­tök­un­um í norskri höll vegna heim­sókn­ar­inn­ar frá Íslandi. Ljós­mynd/Myriam Marti

lPrins­ess­an Mette-Ma­rit og El­iza Reid for­setafrú stinga sam­an nefj­um í einni af mót­tök­un­um í norskri höll vegna heim­sókn­ar­inn­ar frá Íslandi. Ljós­mynd/Myriam Marti

„Að prjóna er ástríða mín, ég byrjaði í þessu fimm ára göm­ul,“ seg­ir Ragn­hild­ur Jóns­dótt­ir. Peys­una sem fór til Nor­egs seg­ir hún hafa verið tals­vert kúnst­verk. Í mynstri henn­ar sé átta blaða rós sam­kvæmt upp­skrift­inni og nokk­urt lag þurfi svo allt stemmi. „Ég næ gjarn­an að prjóna tvær til þrjá peys­ur á viku og mér finnst þetta alltaf jafn gam­an. Og það er skemmti­legt og auðvitað ákveðin upp­hefð að vita nú af peysu af mín­um prjón­um sem prins­ess­an mun vænt­an­lega bregða sér í. “

Prjóna­upp­skrift­ir seg­ir Mar­grét Jóns­dótt­ir að þró­ist með tím­an­um þó að meg­in­lín­an haldi sér. Þá skipti máli að lop­inn sem prjónað er úr sé góður, en hún not­ar ein­göngu lopa sem er úr sér­val­inni lambaull sem er unn­in hjá Ístex fyr­ir Ull­ar­vinnsl­una á Þing­borg í Flóa, en Mar­grét er meðal kvenn­anna sem þar starfa. Þar er einnig unnið band sem litað er með jurt­um lág­sveita Fló­ans; svo sem gul­möðru, mjaðjurt, birki­laufi, smára­blóm­um, lúpínu og fleira.

Kon­ung­leg mynstur

Marg­ar út­gáf­ur af peys­um og fleira fal­legt er að finna í ull­ar­vinnsl­unni á Þing­borg. Mar­grét hef­ur raun­ar látið víða til sín taka í hand­verks­menn­ing­unni og prjóna­skap. Má nefna bók­ina Lopal­ist sem hún og Anna Dóra syst­ir henn­ar tóku sam­an. Eru þar alls 26 upp­skrift­ir að peys­um og fleira í ýms­um út­gáf­um og með kon­ung­leg­um mynstr­um.

 Heimild:mbl.is

Byssusýning 2017, Veiðisafnið – Stokkseyri

 

     

 

 

Byssur 2010 003Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri sem í ár verður í samvinnu við verslunina Hlað verður haldin laugardaginn

  1. og sunnudaginn 26. mars 2017 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri.

 

Hjálmar í Hlað og félagar sýna úrval skotvopna og búnað til skotveiða ásamt sjónaukum og aukabúnaði, til sýnis og sölu.

Fjölbreytt úrval skotvopna verður til sýnis, haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum m.a úr einkasöfnum.

 

Thomas Danielsen frá Blaser í Þýskalandi verður á staðnum ásamt Arnfinni Jónssyni byssusmið sem kynnir sýna vinnu.

Kynntir verða rifflar frá Blaser, Sauer, haglabyssur frá Marocchi og Blaser, einnig sjónaukar frá Zeiss og Meopta ásamt hljóðdeyfum frá Hausken, Devik og Freyr, endurhleðsluvörum frá Hornady, Redding, Lyman, Berger Bullets og fl.

 

Einnig verða til sýnis skotvopn og munir frá Sverri Scheving Thorsteinssyni, Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá, Sveini Einarssyni frv.veiðistjóra, Sigmari B. Haukssyni og Drífu-haglabyssur frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík svo eitthvað sé nefnt.  Skotvís verður einnig með kynningu á sinni starfsemi.
Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkomið, aðgangseyrir er kr.1500.- fl. og 750 kr. börn 6-12 ára.
Nánari upplýsingar má sjá:  www.veidisafnid.is        www.hlad.is