Erlendum ferðamönnum til Íslands fjölgaði um 100.000 á fimm árum

Bretar eru fjölmennastir þeirra sem hingað koma, eða ríflega 60 þúsund manns. Þeim fjölgaði einnig verulega á árinu eða um 14%. Frá N.-Ameríku komu 47.800 manns og 38.700 frá Þýskalandi. Til samans eru hins vegar Norðurlandabúar stærsti hópurinn eða ríflega 94 þúsund manns á liðnu ári og fjölgaði um 16% á milli ára.

Samtök ferðaþjónustunnar
www.saf.is

Vitar vinsælir

Vitar landsins mjög vinsælir

Knarrarósviti rétt austan við Stokkseyri. Teiknaður af Axel Sveinssyni, verkfræðingi, eftir hugmynd Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Telja verður Knarrarósvita,“ vita númer eitt“ í þjóðarmenningu Íslendinga þar sem hann stendur nánast í túnfæti æskuheimilis Páls Ísólfssonar, tónskálds, sem samdi hið stórkostlega lag „Brennið þið vitar“ við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskóði. Hvoru tveggja, ljóð og lag, eru verðlaunaverk frá Alþingishátíðinni 1930. Ljósm.: Úr ljósmyndasafni Önfirðingafélagsins.

Ferðamenn virðast laðast mjög að vitum ef marka má samantekt sem Rögnvaldur Guðmundsson hefur unnið fyrir Siglingastofnun Íslands og Húsfriðunarnefndar ríkisins. 77% íslendinga sem tóku þátt í könnuninni sögðust hafa mikinn eða fremur mikinn áhuga á vitum en 11% sögðust ekki hafa neinn áhuga á þeim. Eldra fólk var áhugasamara um vita en þeir sem yngri voru. 37% þátttakenda í könnuninni hafði skoðað vita árið 2003, samkvæmt því má lauslega áætla að 100 þúsund íslendingar hafi skoðað vita það árið.

Fjórir af hverjum tíu áttu sér uppáhaldsvita. Tæplega fjórðungur nefndi Reykjanesvita, næstir komu Garðskagaviti , Gróttuviti, Hornbjargsviti og Knarrarósviti. Það var fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar sem vann könnunina. Hringt var í 1200 íslendinga á aldrinum 18 til 75 ára og þeir spurðir um áhuga þeirra á vitum. Um 70% þeirra svaraði. Erlendir ferðamenn sem komu til landsins voru líka spurðir út í áhuga á vitum, rúmlega fimmtungur þeirra sagðist hafa skoðað vita í fyrrasumar. Því megi áætla að tæplega 40 þúsund erlendir ferðamenn hafi skoðað vita síðast liðið sumar.

Heimild: www.ruv.is

Myndir af Stokkseyri

gaman væri að fá myndir af Stokkseyri ef að einhverjir eiga til að setja inn á vefinn. Vinsamlegast sendið þær á tofrar@stokkseyri.is