Besta barnabókin

Börn í Árborg á aldrinum 6 til 14
ára völdu Bestu barnabókina 2005
Valið fór fram á öllum Almenningsbókasöfnum í Árborg og skólasöfnum.

hér koma niðurstöðurnar:

1. 100% Nylon
2. Brennan
3. Kafteinn ofurbrók og brjálaða brókarskassið
4. Einhyrningurinn minn – hátt á loft
5. Öðruvísi fjölskylda
6. Lóla Rós
7. Galdrastelpur – hliðin tólf
8. Fíasól
9. Birta – draugasaga
10. Hjarta salamöndrunnar

Dýrin flytja

Nú eru dýrin að flytja eitt af öðru í Töfragarðinn, en hænurnar fluttu í sinn nýja og stórglæsilega hænsnakofa í dag,

Kanínurnar fluttu einnig í garðinn í dag.

Dúfurnar sem munu leigja efri hæðina á hænsnakofanum eru byrjaðar að pakka og flytja mjög fljótlega þangað líka.

Töfragarðurinn opnar þann 20. maí kl 10:00

Fimm ára gömul verksmiðja rifin?

Kjötmjölsverksmiðjan í Hraungerðishreppi hætti í gær móttöku á sláturúrgangi og verður slökkt á henni í dag þegar úrvinnslu er lokið. Að sögn framkvæmdastjóra verður verksmiðjan seld til niðurrifs á næstu mánuðum, en verksmiðjan tók til starfa fyrir aðeins fimm árum, eða árið 2000.

Rekstrargrundvöllur verksmiðjunnar brast endanlega þegar sala á áburði, sem var framleiddur úr slátur- og kjötúrgangi, var bönnuð eftir að riða kom upp í Ölfusi fyrir tveimur árum.

heimild: www. mbl.is

Farfuglarnir

Lóan er mætt til starfa

Lóan er sprellfjörug og spræk og syngur fullum hálsi á Stokkseyri, að sögn Ólafar Jónsdóttur íbúa í bænum. Ólöf rakst á lóuna um helgina þegar hún var á göngu nálægt bænum. Hún heyrði fyrst í henni og trúði vart eigin eyrum.

„Það breytist alltaf eitthvað inní manni þegar maður sér lóuna. Það kemur sumar í mann og maður fer að spá í tjaldvagninn og útilegurnar og það verður raunverulegra að sumarið sé að koma. Þetta er óneitanlega sumarboðinn.“

Heimild: visir.is