Vor í Árborg

Menningarhátíðin Vor í Árborg verður haldin þriðja sinni dagana 20.-22. maí næstkomandi. uppistaða dagskrárinnar verður nú sem fyrr byggð á sýningum og menningarviðburðum heimafólks í Árborg. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fólk á öllum aldri, s.s. tónleika, leiksýningar, listsýningar, gönguferðir, golf og sjóbirtingsveiði svo eitthvað sé nefnt.

Formleg setningarathöfn menningarhátíðarinnar verður í Hólmaröst á Stokkseyri fimmtudagskvöldið 19. maí. Þar verða m.a. hátíðartónleikar auk þess sem veitt verður árleg viðurkenning menningarnefndar Árborgar.

Próflaus í fangelsi fyrir hraðakstur

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 27 ára karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka á 105 kílómetra hraða á Hellisheiði án þess að hafa ökuréttindi. Maðurinn hefur níu sinnum áður verið sakfelldur fyrir refsiverð brot. Í júní árið 2000 var hann sviptur ökuréttindum ævilangt. Með hliðsjón af sakaferli mannsins þótti hæfileg refsing tveggja mánaða fangelsi.

Þá var tæplega fimmtugur maður dæmdur til að greiða 350.000 krónur í sekt fyrir að hafa í vörslu sinni 118 grömm af marijúana. Lögregla fann efnið við leit á dvalarstað mannsins í Grímsnes- og Grafningshreppi í nóvember.

heimild: www.ruv.is

Besta barnabókin

Börn í Árborg á aldrinum 6 til 14
ára völdu Bestu barnabókina 2005
Valið fór fram á öllum Almenningsbókasöfnum í Árborg og skólasöfnum.

hér koma niðurstöðurnar:

1. 100% Nylon
2. Brennan
3. Kafteinn ofurbrók og brjálaða brókarskassið
4. Einhyrningurinn minn – hátt á loft
5. Öðruvísi fjölskylda
6. Lóla Rós
7. Galdrastelpur – hliðin tólf
8. Fíasól
9. Birta – draugasaga
10. Hjarta salamöndrunnar

Dýrin flytja

Nú eru dýrin að flytja eitt af öðru í Töfragarðinn, en hænurnar fluttu í sinn nýja og stórglæsilega hænsnakofa í dag,

Kanínurnar fluttu einnig í garðinn í dag.

Dúfurnar sem munu leigja efri hæðina á hænsnakofanum eru byrjaðar að pakka og flytja mjög fljótlega þangað líka.

Töfragarðurinn opnar þann 20. maí kl 10:00