Veiðipróf við Stokkseyri

 

Vefur1 (806)Í dag, laugardaginn 22. apríl, munu standa yfir veiðipróf á dælunum vestan við Stokkseyri.

Veiðipróf er hundakeppni þar sem prófaðir eru sækjandi veiðihundar. Allir hundar sem koma a svona mót eru mikið þjálfaðir og undir aga eigenda sinna. Þetta fer þannig fram að hundar eru látnir sækja dauða fugla (sem fengnir eru hjá meindýraeyði ). Það er lika gefinn smá hvellur með startbyssu.

Svona próf eru haldin 11-12 sinnum á ári út  um allt land og eru á vegum deildar innan HRFÍ.