Krakkarnir í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri stóðu sig gífurlega vel í landsleiknum Allir lesa.

Krakkarnir í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri stóðu sig gífurlega vel í landsleiknum Allir lesa. Yngsta stigið sigraði í sínum flokki og miðstigið hafnaði í 2. sæti! Þau sendu okkur mynd af lestrarhestunum og þessi skemmtilegu skilaboð:

„Smá dæmi um hve mikil áhrif svona keppni hefur.
Fyrsta árið voru útlán 570 bækur á skólasafninu í janúar og febrúar, í fyrra fengu þau 772 bækur að láni á skólasafninu í janúar og febrúar en núna voru það 1015 bækur yfir sama tíma.
Þannig þið eruð heldur betur að hafa áhrif!
Kærar þakkir fyrir frábæran landsleik
og bestu kveðjur frá ölllum í Barnaskólanum“

Mynd frá Allir lesa.