Virðingarleysi við heimilisfólk á Kumbaravogi

unnamedBáran stéttarfélag segir það takmarkalaust virðingarleysi við heimilisfólkið á Kumbaravogi að flytja fólkið burt án fyrirvara. Með lokun hjúkrunarheimilisins missi 50 manns vinnuna. Stjórn stéttarfélagsins Bárunnar harmar þá stöðu sem komin er upp varðandi hjúkrunarheimilið á Kumbaravogi, en heimilinu verður lokað á næstunni.

Sjá frétt: Sveitarfélögin tryggi tímabundið rekstur Kumbaravogs

Í ályktun stjórnarinnar segir að lokunin sé takmarkalaust virðingarleysi við heimilisfólkið á Kumbaravogi, sem er flutt hreppaflutningum án nokkurs fyrirvara til dvalar á öðrum stöðum. Einnig sé það er alvarlegt þegar einn af stærri vinnustöðum í sveitarfélaginu lokar og 50 manns missa vinnuna í einu vetfangi. Það eru 50 störf sem tapast í umönnun aldraðra, meirhlutinn  konur.

Mikil óvissa ríkir um starfslok þeirra starfsmanna sem starfa á Kumbaravogi. Stjórn Bárunnar, stéttarfélags hvetur viðkomandi aðila sem bera ábyrgð á starfslokum og velferð starfsmanna að þeim verði sómi sýndur og farið eftir þeim reglum sem gilda á vinnumarkaði.

Heimild:pressan.is